top of page
AGAREGLUR PFR
SKILGREINING AGABROTA

1. gr.

Leikmenn skulu ætíð gæta þess að valda ekki öðrum spilurum ónæði og hafa í heiðri sjálfsagðar reglur um hegðun og framkomu. Dæmi um sjálfsagðar reglur eru að hafa ekki kveikt á farsíma, mæta tímanlega til leiks og virða mótsreglur hverju sinni. ​

2. gr.

Verði maður uppvís að óíþróttamannslegri hegðun á keppnisstað getur honum verið umsvifalaust vikið úr húsi og úr viðkomandi móti. Málinu skal síðan vísað til aganefndar til nánari umfjöllunar. 

3. gr.

Leikmaður sem hefur í frammi ofstopa, í kjölfar tapleiks eða annars mótlætis, t.d. með því að grýta frá sér pílum, skeyta skapi sínu á húsgögnum eða á annan hátt veldur tilfinnanlegu ónæði eða veldur hættu, skal áminntur og máli hans vísað til aganefndar sem metur alvarleika brotsins. Mótstjórn skal einnig heimilt að telja svokallaða óíþróttamannslega framkomu til agabrots, t.d. ef leikmaður neitar að taka í hönd andstæðings síns fyrir eða eftir leik.

4. gr.

Ef maður telur sér stafa ógn eða truflandi framferði annars, má tilkynna það til mótstjórnar, sem er heimilt að taka á málum sem þurfa þykir og í samræmi við gildandi reglur á mótum PFR.

RÉTTUR HINS BROTLEGA

​5. gr.

Hver sá sem hlýtur áminningu eða dóm vegna agabrots skal bæði hafa rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og andmæla niðurstöðu aganefndar sem þá endurmetur úrskurð sinn. Þyki þörf til að áfrýja niðurstöðu aganefndar þá fer fram almennur félagsfundur/aðalfundur með æðsta vald félagsins.

AGANEFND

6. gr. 

Stjórn PFR starfar sem aganefnd félagsins þar til annað verður ákveðið. Aganefnd skal eftir fremsta megni styðjast við þau lög og reglur sem eru í gildi hjá félaginu. 

7. gr. 

Úrskurði mótstjórnar má áfrýja til aganefndar, ef eðli máls leyfir. 

bottom of page