top of page
BOÐORÐIN 10

1.
Skrifari á að snúa að spjaldinu, vera kyrr, á ekki að tala og á ekki að horfa á keppendur meðan á leik stendur. Kast telst gilt ef kastari var sannarlega að kasta pílunni án tillits til þess hvar pílan lendir. Missi kastari píluna telst það ekki kast án tillits til þess hvar pílan lendir, nema kastari missi píluna í sannarlegu kasti, en þá gildir kastið án tillits til þess hvar pílan lendir.
 
2. 
Villur í stigagjöf verður að leiðrétta áður en leikmaður/lið kastar aftur, bannað er að breyta stigagjöf nema báðum aðilum sé gert það kunnugt.

3.
Skrifari má ekki segja leikmanni í hvaða tölu, og eða tölur hann á að kasta á. 
 
4. 
Aðspurður á skrifari að gefa upp hvað skorað hefur verið eftir 1-2 eða 3 pílur. Skrifari á að gefa upp hversu mikið er eftir sé hann spurður.
 
5. 
Skrifari á að strika yfir eldri stöðu þegar að útskoti er komið, svo ekki fari milli mála hvaða tala er eftir í þeim tilfellum að við notumst við blöð.
 
6.
Skrifari má ekki sýna viðbrögð við frammistöðu leikmanna/liða, hvorki jákvæð né neikvæð.
 
7. 
Skrifari má ekki flytja stigagjöf leikmanna/liða á milli helminga á skorblaði.
 
8.
Leikmaður skal ávallt gefa skrifara tækifæri til að sjá skoruð stig áður en pílurnar eru fjarlægðar úr spjaldinu.  Að öðrum kosti skal það skor standa sem skrifari telur rétt.
 
9. 
Ef skrifari hefur skrifað ranga tölu fyrir útskot skal mótspilari segja frá því áður en leikmaður reynir að taka það út. Leikmaður hefur rétt á að treysta skráðri stigatölu þegar hann kastar.
 
10. 
Ef upp koma vandamál eiga leikmenn ekki að leysa úr þeim, og alls ekki inni í sal þar sem það getur haft truflandi áhrif á aðra leiki. Ef skrifari getur ekki leyst úr þeim skal kalla til mótstjórnar.
bottom of page