top of page
REGLUR - LIÐAMÓT
 1. Hvert lið sem er skráð í liðakeppni PFR skal innihalda að minnsta kosti fjóra leikmenn.

 2. Hver leikmaður má ekki spila fleiri en fimm leiki á kvöldi (hver leikur er best af þremur fyrir utan þrettándann sem er einn leggur best af þrettán).

 3. Feitletruðu línurnar á keppnisblaði má kalla eins konar „kaflaskipti“. Sama nafnið má einungis koma fram einu sinni í hverjum „kafla“.

 4. Leyfilegt er að spila með færri leikmenn í leik en þá þarf að gefa leiki sem er ekki hægt að manna, sbr. reglu 3.

 5. Þátttökugjald er 25.000 kr. fyrir hvert lið fyrir hverja umferð, rukkun er send á liðstjóra í heimabanka og er það svo liðstjóra að rukka liðsmenn sína. Spilaðar eru fjórar umferðir á tímabilinu sept-maí, engin deildarskipting verður um áramót.

 6. Ef lið mætir ekki, hefur hvorki samband við stjórn PFR né það lið sem það á að spila við, er ekki hægt að spila leikinn síðar og telst leikurinn gefinn.

 7. Frestanir eru ekki leyfðar, komi upp sú staða að fresta þurfi leik þarf að spila þann leik áður en næsti leikur er í deildinni, tilkynna þarf stjórn um slíkar breytingar.

 8. Allir leikir hefjast stundvíslega kl. 19:30.

 9. Það lið sem á heimaleik skal skrifa fyrsta leik, svo útileið og koll af kolli. Það lið sem á skrifara byrjar þann leik.

 10. Ef lið hættir áður en umferðin er hálfnuð, núllast þeir leikir sem það lið hefur spilað og aðrir leikir núllast.

 11. Það er hlutverk liðstjóra að fylla út keppnisblaðið og sjá til þess að það sé rétt útfyllt af skrifara eftir leiki.

 12. Liðstjórar kvitta undir keppnisblaðið eftir kvöldið og skila því inn í sjoppu félagsins. Kvittun liðstjóra jafngildir samþykki fyrir því sem stendur á keppnisblaðinu.

 13. Almennar móts- og skrifarareglur gilda ef annað er ekki tekið fram hér að ofan.

 14. Ef upp kemur ágreiningur skal leyta til stjórnar PFR á mótstað og reynt verður að leysa úr því á staðnum. Ef það gengur ekki upp skal rita bréf til stjórnar og lýsa kvörtunarefni ýtarlega, stjórn PFR tekur því næst málið fyrir á stjórnarfundi. Stjórn PFR hefur endanlegt úrskurðarvald í kærumálum innan PFR.

 15. Spilarar mega skipta um lið ef lið þess spilara hættir, hann er rekinn úr liði eða eitthvað álíkt á því tímabili sem er verið að spila.

 16. Allir nýliðar eru velkomnir hvenær sem er á tímabilinu. Nýliði telst sá sem er ekki skráður í annað lið. Nýliði verður sjálfkrafa félagsmaður PFR eftir fjögur skipti.

 17. Börn yngri en 14. ára eru ekki leyfð á meðan liðamót eru í gangi sem og önnur mót sem PFR heldur í húsi félagsins.

 18. Ef stjórn verður vitni af dónaskap og vanvirðingu áskilur hún sér þann rétt að vísa fólki úr húsi.

 

 

GLEÐI, ÁNÆGJA, SKEMMTILEGUR FÉLAGSSKAPUR OG JÁKVÆÐ HVATNING eru gildi PFR!

Gerum þetta saman þá gengur allt svo vel.

bottom of page