top of page
LÖG PFR
LÖG ÞESSI VORU SAMÞYKKKT Á AUKA-AÐALFUNDI FÉLAGSINS 2. JÚNÍ 2020

1. gr. 

Heiti

Félagið heitir Pílukastfélag Reykjavíkur, skammstafað PFR. Aðsetur þess er í Reykjavík.

2. gr. 

Markmið

Markmið félagsins er að iðka pílukast, glæða áhuga á pílukastíþróttinni & stuðla að bættri aðstöðu til iðkunnar hennar.

3. gr. 

Félagar

Félagsmaður getur hver sá orðið sem óskar þess & hlýtur samþykki stjórn félagsins.

4. gr. 

Árgjald & félagatal

Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi félagsins ár hvert. Stjórn skal halda skrá yfir félagsmenn sem skal endurskoðuð a.m.k. árlega fyrir aðalfund félagsins.

5. gr. 

Skyldur félagsmanna

Félagsmaður samþykkir að virða lög, reglugerðir og siðareglur félagsins & greiða félagsgjöld. Greiði félagsmaður ekki árgjald í tvö ár samfleytt, ber að setja hann á skrá yfir óhlutgenga félaga, er ekki hafa leyfi til að keppa fyrir hönd félagsins. Allir fullgildir félagar sem ekki skulda félagsgjöld hafa kjörgengi til stjórnarstarfa & atkvæðisrétt á aðalfundi & félagsfundum. 

6. gr. 

Skipulag félagsins & stjórn

Aðalfundur félagsins fer með æðsta vald og ákvörðunarrétt í öllum málefnum félagsins & tekur ákvarðanir um allar meiriháttar fjárskuldbindingar félagsins. Stjórn framkvæmir ákvarðanir aðalfundar og ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins. Stjórnin skal kosin á aðalfundi ár hvert & skal hún skipuð sjö félagsmönnum.

Formanni, sem er kosinn sérstaklega til tveggja ára á sléttri ártölu, varaformanni, ritara, gjaldkera sem kosin er til tveggja ára á odda ártölu og þremur meðstjórnendum. Kosning skal vera skrifleg, komi fram ósk þess efnis. Ennfremur skal kjósa tvo varamenn. Stjórn félagsins ber að velja óháðan endurskoðanda til að fara yfir efnahagsreikning félagsins ár hvert fyrir aðalfundi. 

7. gr. 

Verkefni stjórnar

Formaður boðar til fundar í stjórn þegar hann telur þess þörf eða ef einn stjórnarmaður óskar þess. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála í stjórn. Stjórnarfundir eru löglegir ef meirihluti stjórnar er mættur. 

Stjórn félagsins er heimilt að setja sér starfsreglur meðal annars um fyrirkomulag stjórnarfunda, hve oft stjórn skal funda & notkunnar á fjarfundarbúnaði á fundum. Stjórnin ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið nema fjórir stjórnarmenn greiði henni atkvæði sitt. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra í félaginu til vansa. 

Stjórn félagsins er óheimilt að selja fasteign þess eða kaupa fasteignir nema samþykki lögmæts félagafundar (sbr. 8. gr. laga þessarra). Ef stjórn hyggst leita samþykkis fundar fyrir slíkri ráðstöfun skal geta þess í fundarboði. 

8. gr.

Ráðstöfun fasteignar

Ákvarðanir varðandi ráðstöfun fasteigna félagsins, það er kaup &/eða sala þeirra, má einungis taka á löglega boðuðum félagsfyndi þar sem þess er getið í fundarboði að fundarefnið sé ráðstöfun fasteigna.

Ákvörðun um sölu á fasteign félagsins eða kaup á annarri fasteign má einungis taka á félagsfundi þar sem að minnsta kosti 2/3 (tveir þriðju hlutar), félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa á fundum félagsins mæta til fundar og með 2/3 (tveir þriðju hluta) greiddra atkvæða, samþykki sölu eða kaup. 

Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, skal boða til framhaldsfundar og öðlast þá tillaga um sölu/kaup gildi ef 2/3 (tveir þriðju hlutar) atkvæðisbærra fundarmanna greiða henni atkvæði sitt án tillits til fundarsóknar.

9. gr.

Reikningsár

Reikningar félagsins miðast við almanaksárið, frá 1. janúar til 31. desember.

 

10. gr. 

Aðalfundur félagsins og félagsfundir

Aðalfund félagsins skal halda ár hvert eigi síðar en 1. mars. Stjórn getur boðað til félagsfundar ef tilefni er til eða skrifleg ósk um félagsfund berst frá eigi færri en tíu félagsmönnum. Allir fullgildir félagsmenn sem ekki skulda félagsgjöld hafa kjörgengi til stjórnarstarfa og atkvæðisrétt á aðalfundi. Málfrelsi & tillögurétt hafa allir félagar. Til aðalfundar skal boða opinberlega með minnst fjórtán daga fyrirvara á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, einnig skal vera sett upp auglýsing í félagsheimli PFR.

Telst fundur lögmætur sé löglega til hans boðað. 

Tillögur um lagabreytingar eða reglubreytingar frá félagsmönnum skulu berast stjórn tíu dögum fyrir aðalfund & stjórn birtir þær á heimasíðu félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. 

Á aðalfundi eða félagafundum skal kjósa sérstakan fundarstjóra. 

 

Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

3. Umræður um skýrslu stjórnar & reikninga. Reikningar bornir undir atvkæði

4. Ákvörðun árgjalds

5. Lagðar fram tillögur að breytingu laga og reglugerða félagsins, ef um er að ræða

6. Kosnins stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 6. gr. laga félagsins

7. Önnur mál

 

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum nema annað sé tekið fram í lögum þessum !

bottom of page